Hægriöfgar og vinstriöfgar - íslamismi og íslamfóbía

Það virðist vera erfitt fyrir marga að halda höfðinu köldu í þeirri umræðu sem á sér stað um þessar mundir um Íslam, múslimi og afstöðu vesturheims gegn þessum trúarbrögðum og fylgismönnum þeirra.  Einn af þeim sem mér finnst þó gera það er hinn stórsnjalli blaðamaður Johann Hari (Independent).  Hér er grein eftir hann sem setur stríðandi fylkingar í skammakrókinn. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hef verið að fylgjast með þér reyna að rökræða við fordómafyllsta mann Íslandssögunnar... hef bara ekki lyst á að kommenta þar aftur, þannig að ég tek bara undir með þér hérna :)

Heiða B. Heiðars, 19.3.2008 kl. 16:29

2 Smámynd: Jonni

Takk fyrir móralskan stuðning :)

Jonni, 19.3.2008 kl. 16:33

3 Smámynd: Ómar Kjartan Yasin

Takk fyrir að reyna að stinga upp í þennan fordómafulla mann hér á blogginu. Ég ætla sjálfur að reyna að sleppa því að kommenta hjá honum enda myndi það líklega enda dónalega eigandi föður frá múslimalandi.

Ómar Kjartan Yasin, 20.3.2008 kl. 02:40

4 Smámynd: Yousef Ingi Tamimi

Góð grein.

Ég gæti sagt voða margt um greyið manninn, vorkenni honum bara aðalega fyrir að vera svona einsog hann er..

Yousef Ingi Tamimi, 21.3.2008 kl. 07:58

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég las greinina eftir Hari og ef því ég bý í Bretlandi veit ég að flest af því sem hann segir um almenn viðbrögð í Bretlandi við fundamentalismanum er dagsatt. Ungir reiðir múslímar sjá ekkert í vestrænni siðmenningu sem er göfugt eða gott og eru íslömsku bókstafstrúnni auðveld bráð. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.3.2008 kl. 11:32

6 Smámynd: Björn Heiðdal

Þú færð líka stuðning frá mér.  Þessi léttgeggjaði fjölfróði sögufalsari með sérstakan áhuga á ritskoðun og eigin fordómum er ágætt dæmi um þann boðskap sem MBL leggur áherslu á að kynna.  Kannski til að sýna eigið umburðalyndi en varla til að koma af stað umræðum ef kallinn bara lokar á alla.

Kallinn lokaði líka á mig þegar ég bað hann að útskýra einhverja heimasíðu sem hann vitnaði í.  Hélt greinilega að ég nennti ekki að lesa "gögnin" hans.  Þessi sögufalsari er nefnilega hið fullkomna dæmi um fordómafullann ofstækismann sem er til í að hjóla í fólk sem ekki er sammála honum.  Þú þarft ekkert að fara til Sádi Arabíu eða Pakistans til að finna ofstæki, þetta er allt hér á blog.is 

Björn Heiðdal, 22.3.2008 kl. 20:02

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Afar þörf ábending Björn Heiðdal, um að oft sé stutt í ofstækið.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.3.2008 kl. 13:21

8 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég hef eitthvað misskilið um hvern er verið að ræða.  Ha ha, skiptir ekki máli því klausan mín passar við alla þessa kalla.  Það sem fer mest í taugarnar hjá mér er þessi ríka tilhneiging fólks að láta plata sig.   Vera með eða á móti einhverju  burtséð frá innihaldinu.  Öllum er þröngvað inn í einhver box þar sem bara ein skoðun rúmast.  Til hamingju Ísland.

Björn Heiðdal, 23.3.2008 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband