Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson hefur útilokað mig
7.3.2008 | 14:15
Ég varð fyrir því óláni að vera útilokaður á síðu Vilhjálmar fyrir það, að því er virðist, að biðja hann kurteislega um að vera málefnalegur. Þetta féll ekki í góðan jarðveg hjá Vilhjálmi og þar með útilokaði hann mig. Ég vil þó leyfa mér að setja upp athugasemdina mína hér á minni eigin síðu og skora á þá sem lesa þetta að pósta þessu á síðuna hans. Hann tekur varla skaða af því blessaður og svo bið ég að heilsa og vona að honum batni fljótlega. Hér er færslan hans;
http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/467230/
Og hér er athugasemdin mín sem mætti lokuðum dyrum:
Ég er alveg sammála þér Vilhjálmur að lýðræði er miklu ábótavant í þeim löndum sem talað er um. Þetta hlýtur að vera keppikefli okkar vesturlandabúa gagnvart þessum löndum; að þau hraði lýðræðisþróun og skuldbindi sig við að virða þau mannréttindi sem okkur finnst sjálfsögð. Það er þó ekki þar með sagt að lýðræði sé einhver töfraformúla sem eigi hvað sem hverju líður að þröngva yfir hausinn á öllum þjóðum heims í snarhasti. Ekki allar þjóðir eru tilbúnar fyrir lýðræði eins og staðan er því lýðræði snýst um meira en kosningar. Það sem myndi vera þessum heimi til mikillar betrunar ef þjóðir heimsins myndu temja sér að bera virðingu fyrir öðrum, óháð litarháttar, trúarbrögðum, stjórnskipulagi osvfrv. Þetta á við um þjóðir jafnt sem einstaklinga. Þetta á við um palestínumenn og ísraelsmenn. Palestínumaðurinn sem drap gyðinga í gær bar ekki meiri virðingu fyrir gyðingum en ísraelski herinn fyrir sínum fórnarlömbum. Sár þessara stríðandi fylkinga eru orðin svo mörg og djúp að það þarf hver að líta í eigin barm og viðurkenna sinn hlut í þessum hörmungum til þess að það sé einhver grundvöllur fyrir friði.
Athugasemdir
Vel mælt, Jonni.
Það er ótrúlegt hvað Villi greyið getur soðið saman af svívirðingum um annað fólk, maðurinn sem sjálfur hleypur upp til handa og fóta ef einhver sem er honum ósammála víkur þó ekki sé nema lítillega af vegi ítrustu kurteisi.
Greta Björg Úlfsdóttir, 7.3.2008 kl. 17:31
Spurningin er á maður að grenja eða fagna því að hafa losnað í raun við að þurfa tjá sig á síðu hans?
Annars einsog við höfum flest áttað okkur á, þá er maðurinn óhæfur í að rökræða. Gott dæmi er bara þegar hann snýr útúr öllu sem Sema segir í comment færslum og byrjar að gera grín að nafni hennar. Þvílíkur rugludallur
Yousef Ingi Tamimi, 10.3.2008 kl. 16:50
Jón Valur er líka svona besservisser sem sem eyðir athugasemdum sem ekki eru halelúja hróp um það sem hann hefur skrifað eða ef hann getur ekki skotið það niður með gagnríni. Þá gerir hann eins og strúturinn stingur höfðinu í sandinn og eyðir athugasemdinni og þá er málið leyst.
Það er greinilega betra að vera "rétt hugsandi" ef maður ætlar að skrifa athugsemdir hjá sumum hérna. Það er gömul saga og ný að þeir sem gagnrýnastir eru á aðra þola oftast enga gagnrýni sjálfir.
Landfari, 11.3.2008 kl. 16:25
Já ég sá hvernig hann þurrkaði þig út á forsendum nafnleysis. Mér finnst að svo lengi sem menn haldi sér á málefnalegum nótum eigi ekki að þurfa að vera ritskoða neinn.
Vilhjálmur á sjálfur mjög erfitt með að halda sér málefnalegum og sést það best á viðbrögðum hans við mínum tilmælum. Hann fer jafnan í barnalega útúrsnúninga og uppáhaldsiðja hans er að gera grín að nafni fólks og svo kalla það gyðingahatara. Mikill brandarakall þar.
Jonni, 11.3.2008 kl. 17:32
Ég hef líka fengið minn skammt af svívirðingum frá Vilhjálmi og var svo á endanum útilokaður á blogsíðu hans. Hann hefur kallað mig gyðingahatara, terrorista, stuðningmann hryðjuverka, stuðningsmann ætlunarverka Hitlers og öfgamann. Þegar ég bað hann á sínum tíma um að rökstyðja þessi ummæli sín og vitna í ummæli frá mér þessu til stuðnings þá gerði hann ekkert annað en að endurtaka þessi gífuryrði sín og á endanum lokaði hann á mig.
Viljálmur hefur úthúðað mér undir nafni en á sama tíma lokað á að ég geti svarað fyrir mig. Hvað á að kalla slíkt?
Til að kóróna dónaskap sinn þá setti hann link inn á síðu skólafélaga minna frá í barnaskóla þar, sem ég setti inn persónuupplýsingar um mig fyrir þá. Þetta gerir hann í kjölfar þess að vera búin á sömu síðu að úthúða mér með gífuryrðum og það að sjálfsögðu án þess að vitna í ummæli frá mér máli sínu til stuðnings.
Hann hefur sett grein inn á blogsíðu sína þar, sem hann talar um öfgabloggara, sem hann hefur þurft að loka á. Ég get ekki betur séð en að einn versti öfgabloggarinn á síðu hans sé hann sjálfur. Ég get ekki betur séð en að blog hans á síðu sína sé lítið annað en íslenskar þýðingar úr áróðursritum Ísraela. Hann bregst síðan hinn versti við þegar rangfærslur hans eru leiðréttar, kallar menn öllum illum nöfnum og lokar síðan á þá. Ég held að leitum sé af síðu á netinu á íslensku þar, sem jafn frjálsega er farið með sannleikan um málefni Ísraels og Palestínun en einmitt síðuna hans.
Men gætu kanski spurt, af hverju eru menn að svekkja sig á þessu og af hverju eru menn yfir höfuð að svara svona öfgamanni? Hvað mig varðar þá er það vegna þess að þrátt fyrir allt er þetta mjög mikið lesin síða og kemur oft fram á forsíðu Mbl.is. Það eru því mjög margir, sem lesa þennan áróður, sem hann er að þýða og af því að mér er annt um Palestínumenn og vil gera mitt til að þjáningar þeirra taki að lokum enda stenst ég ekki freistinguna til að reyna að koma leiðréttingum inn á síðuna hans.
Sigurður M Grétarsson, 13.3.2008 kl. 22:27
Þetta sem Vilhjálmur hefur gert gagnvart þér Sigurður er ekkert annað en ofsóknir. Ég sá það á þræðinum hans hvernig hann réðist á þig með ómaklegum hætti. Ég held að vandamál Vilhjálms sé afar raunverulegt og kannski skynsamlegast að vera ekkert æsa sig yfir þessum tilburðum hans. Á hinn bóginn er ég sammála þér í þvi að óráð er að leyfa honum að dreifa þessum óhróðri sínum átölulaust, en það verður greinilega að gerast á öðrum stöðum en bloggsíðunni hans.
Jonni, 14.3.2008 kl. 12:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.