Vitgrannir hryðjuverkamenn
25.2.2008 | 13:55
hvenær skyldi þeim detta í hug að slökkva á farsímunum? Þeim hefur heldur ekki dottið í hug að ef þeir sprengja sendanna verða símarnar þeirra gagnslausir. Ég skil ekki alveg hvernig þeir hafa reiknað þetta dæmi.
Talibanar hóta fjarskiptafyrirtækjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Um... já. Það er spurning. Satt er það.
Sem kanski bendir til að eitthvað meira sé í þessu en þarna kemur fram. Samkv. fréttinni á erlendum síðum hringdi einn kappinn í fréttamenn AP og tilkynnti þeim þetta (að sögn AP) Gæti alveg verið eitthvað meira í þessu sko.
Allavega virkar þetta hálfeinkennilega svona.
Bjarki (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 15:18
Erfitt að trúa því að þessir menn hafi staðið fyrir fullkomnustu hryðjuverkaárás sem hægt er að láta sig dreyma um (ef maður dreymir um slíkt á annað borð). Ég myndi ekki einu sinni treysta þeim fyrir að geta rænt sjoppu, hvað þá nokkuð flóknara. Kannski er Bin Laden bara blöff bandaríkjastjórnar?
Jonni, 26.2.2008 kl. 14:34
Var að hlusta á útvarpsþátt Alan Watt þar sem hlustandi hringdi inn og var að vara við að tækni gæti innihaldið meiri "payload" heldur en þú veist af. Alan samsinnti þessu og nefndi sem dæmi að farsímar geti haldið hluta virkni sinnar, jafnvel þegar slökkt er á þeim.
Ef þú spáir í því, þá passar þetta betur saman. Þessir "hryðjuverkamenn" (ath - skilgreining á slíkum er mjög pólitísk - ég er ekki endilega að taka afstöðu með Talibönum) , eru ekki svo heimskir að þeir viti ekki hvar á að slökkva á farsímanum, þeir eru e.t.v. bara með á nótunum. Hvernig veist þú hvort er kveikt eða slökkt á farsímanum þínum? Blikkandi ljós skjár, og þess háttar? Eða sérðu sendibylgjunar?
Svo má líka benda á passíva tækni, svo sem að skanna vegabréf (örgjörvi / rfid). Sumir segja að slík id megi skanna úr miklu meiri fjarlægð heldur en okkur er ætlað að halda. Ef það er rétt, þá vita farsímaframleiðendur eða passagerðarfólk ekkert um það, það er þá hulin tækni.
Þú getur nálgast einn þátt með Watt í tónlistarspilaranum mínum, en ég mæli með podcastinu, þetta er fróður maður, ein af albestu uppsprettum óbjagaðrar occult heimspeki og sögu sem ég hef fundið.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 09:38
Takk fyrir það. Ég tékka á Alan við tækifæri. Annars hef ég heyrt þetta með farsímana, að NSA eða einhverjir af þeirra bræðrum hafi fyrirskipað farsímaframleiðendum að setja eitthvað í símana , eitthvað súperspesintelligencestöff. Ég trúi ekki á þessa sögu, ég veit að síminn minn gerir ekkert þegar ég er búinn að slökkva á honum. Hvernig veit ég það? Jú hann notar ekki batteríið. En hver veit, kannski hefur þú rétt fyrir þér og þá erum við öll í djúpum skít. Geturðu ekki grafið eitthvað upp um þetta á blogginu þínu?
Jonni, 27.2.2008 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.