Smá viðbót

Það gerir málið soldið erfitt fyrir dómstólum að viðurkenning Khalid Sheikh Mohammed náðist með pyntingum. Hér er bréf frá föður eins af meðföngum hans; http://en.wikisource.org/wiki/Letter_from_Ali_Khan%2C_Majid_Khan%27s_father
Spurning hvort að nokkur hafi viðurkennt nokkuð þarna á Guantanamó án pyntinga sem síðan leiðir að spurningunni hvort þetta sé ekki bara allt saman skrípó?
Annað sem vakti athygli mína var að einn af meintum flugræningjum 911, Mohammed al-Qahtani, stendur hér fyrir rétti. Hvernig er það hægt?
mbl.is Sex verði ákærðir fyrir árásirnar 11. september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alveg þvílíkur skrípaleikur.  Má lesa um Qahntani hér:

http://en.wikipedia.org/wiki/Mohamed_al-Kahtani#_note-InterrogationLog

 Allir sem vilja á annað borð vita, vita náttúrulega að 9/11 var inside job.

Bjarki (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 16:58

2 Smámynd: Jonni

Það er lokkandi hugmynd, en hverju sem því líður þá falla amerísk stjórnvöld og félagsmenn þeirra á hegðun sinni EFTIR 9/11. Það verður endalaust hægt að rífast um hver stóð fyrir 9/11 en atferli þessara glæpamanna (BNA) liggur útí dagsljósinu og kominn tími á að heimurinn setji niður fótinn og snúi upp á eyrað á þessum villingi.

Jonni, 11.2.2008 kl. 17:49

3 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Bandaríkjastjórn eru sjálfir allra hættulegustu hryðjuverkamennirnir, þeir skipulögðu og framkvæmdu 9/11 sjálfir. Það er ekki bara samsæriskenning frá einhverjum rugludöllum heldur heilagur sannleikur. Sannanirnar eru of margar.

FLÓTTAMAÐURINN, 11.2.2008 kl. 18:44

4 identicon

Trúi engum játningum sem nást fram í Gvendó, eða öðrum pyntingastöðvum. 

Varðandi "flugræningjann" lífseiga - Í hinu nýja lögregluríki Bandalanda er allt hægt.  Að gagnrýna verður brátt talið með landráðum, þegar þannig er komið, þá spáir enginn í svona smotterí.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 20:38

5 Smámynd: Jonni

Það er nú kannski að taka soldið djúpt í árinni að segja að það sé "heilagur sannleikur" því ekkert hefur verið sannað og sumir hlutar af samsæriskenningunni eru way out. Eins og t.d. að hrun turnanna hafi orsakast af "stýrðu niðurrifi". Það afsannar samt ekki samsærið að hrun turnanna hafi verið eðlileg afleiðing árekstranna. Fyrir mér er samsærið aðallega það sem gerðist eftir 911. Samanburður við bruna Reichstag 1932 er viðeigandi. Ef andstæðingar nasista hefðu notað árin á eftir til þess að reyna að sanna að það voru nasistarnir sjálfir sem brenndu Reichstag þá hefðu þeir misst af hinu raunverulega samsæri. Það er algjört aukatriði hver stóð fyrir þessum atburðum og sennilega verður þetta aldrei sannað með endalegum hætti. En það sem er að gerast núna er augljósara og það er þar sem við almennir borgarar verður að beina augum okkar.

Jonni, 14.2.2008 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband