Rétt skal með farið
21.5.2012 | 17:55
Maður skyldi ætla að þegar blaðamenn skrifa grein í blaðið að þeir viti eitthvað um það sem þeir eru að tala um. Hér virðist það ekki vera tilfellið. Það er vísað í að ;
Í síðasta mánuði gerði bandaríski bóksalinn Barnes & Noble samning við Microsoft um að selja Nook-lesvélina frá fyrirtækinu í búðum sínum.
Þeir sem hafa eitthvað fylgst með þessum málaflokki vita það mæta vel að Nook er lesvél sem er búin til og þróuð af Barnes & Noble undanfarin 3-4 ár. Og seld í versunum B&N. Nú hefur hinsvegar Microsoft fjárfest í þessu verkefni og fyrirtækin munu í sameiningu þróa þetta bretti.
http://en.wikipedia.org/wiki/Nook
Gramsað eftir rafrænum bókum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er það ekki fullmikil kröfuharka að ætlast til að blaðamenn viti nokkurn skapaðan hlut um viðfangsefnið.
Ég ætla að leyfa mér að stela og skrumskæla fleyg orð Winston Churchill og snúa þeim yfir á blaðamenn.
"Never in the field of human knowledge has so little been known by so many on so many subjects"
Erlendur (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.