Réttarríkið Ísland
10.4.2010 | 13:56
Manni getur fundist það sem maður vill um Jón Ásgeir og aðra, en það sem hann segir mjög kurteislega hér er algert grundvallaratriði í siðmenntuðu réttarríki. Auðvitað eiga ráðamenn landsins ekki að stunda svona dilkadrátt fyrir framan sjónvarpsmyndavélar. Þessi mál á að gera upp í dómstólum og fyrr en dómur fellur á ekki ríkisstjórn landsins, alþingismenn eða embættismenn að koma með digurbarkalegar yfirlýsingar um málsatriði eða hlutaðeigandi.
Bloggarar geta auðvitað gelt sig hása, svo fremi sem ekki varðar við lög um meiðyrði.
Svo er bara að sjá til þess að dómstólar vinni sína vinnu samkvæmt lögum.
![]() |
Biður Steingrím að gæta orða sinna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.