Case scenario

 Þetta eru möguleikarnir á fimmtudaginn (með fyrirvara um að ég hafi skilið reglurnar rétt);

 

Danir vinna króata, norðmenn vinna íslendinga=1.Danir 2.Króatar  3.Norðmenn  4. Ísland

Króatar vinna dani, noregur vinnur Ísland með >3mörkum= 1.Króatía 2. Noregur  3. Ísland 4. Danir

Króatar vinna dani, noregur vinnur Ísland með <3mörkum= 1.Króatía 2. Ísland  3. Noregur 4. Danir 

Króatar vinna dani, Ísland vinnur Noreg = 1.Króatía 2. Ísland  3. Danir 4.Noregur

Danir vinna króata, Ísland vinnur Noreg= 1. Ísland 2. Danmörk 3. Króatía  4. Noregur

Danir og Króatar gera jafntefli, norðmenn vinna íslendinga=1.Danir 2.Króatar  3.Norðmenn  4. Ísland

Danir og Króatar gera jafntefli, norðmenn og íslendingar líka=1.Króatía 2. Ísland  3. Danir 4. Noregur

Danir og Króatar gera jafntefli, íslendingar vinna norðmenn=1.Ísland 2. Króatía  3. Danir 4. Noregur

Danir vinna króata, Ísland og Noregur gera jafntefli= 1.Danir 2. Ísland 3. Króatía 4.Noregur

Króatar vinna dani, Ísland og Noregur gera jafntefli=1.Króatía 2. Ísland 3. Danir 4. Noregur

 

Líkurnar á undanúrslitum eru því  7:3 sem hlýtur að teljast yfirgnæfandi.  Reyndar hefur handboltaleikur aldrei unnist á líkunum einum, þannig að maður verður víst að þræla sér gegnum þennan leik við norðmenn á fimmtudaginn og vona að maður lifi þetta af.


mbl.is Jensen tryggði Dönum sigur gegn Norðmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir að skýra þetta út, er einmitt að leita af svona útlistun hér á mbl

Einar (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 21:54

2 identicon

Sammála! Mitt Excel segir það sama. Sömu fjölmiðlar fjölluðu og fjalla ennþá líka um bankamál og alls konar viðskipti.

áhugasamur (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 22:14

3 identicon

Það er smá yfirsýn hjá þér - þú skoðar norskan sigur >3 og <3, en hvoru megin lendir samasemmerkið?  (þ.e. hvað ef Norðmenn vinna með nákvæmlega 3 mörkum?).  Takk fyrir annars gott case scenario!

Thor (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 22:54

4 identicon

Góð spurning Thor. Dæmi: Norsararnir sigra Ísland með þremur mörkum og Danir tapa gegn Króötum eru Noregur og Ísland með jafna markatölu (og Danir með þá verstu). Og Norðmenn sigruðu okkur. Þar með eru þeir betur settir, þ.e. fyrir ofan okkur.

áhugasamur (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 22:59

5 identicon

Það getur verið þannig.  Annars grunar mig að þar sem stigin eru jöfn ef þetta verður útkoman, að þá taka þeir ekki innbyrðis viðureignir þar sem 3 lönd eru jöfn að stigum. Ef Ísland tapar með 3 mörkum (og danir tapa), þá held ég að Ísland komist áfram á flestum mörkum skoruðum milli þessara þriggja liða.

Thor (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 23:09

6 identicon

Hvort er það innbyrðis viðureign sem ræður meiru, eða er það markatalan sem ræður?

Ef það er markatalan, og ef Danir tapa sínum leik, þá eru þeir með í mesta lagi 5 mörk í plús. Ef Norðmenn vinna svo okkur, þá verða þeir að vinna okkur með 5 mörkum eða meira til að komast uppfyrir okkur. Því við erum með 13 mörk í plús, en Norðmenn aðeins 4.

Eða er ég að misskilja eitthvað?

Finnur Smári Torfason (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 23:15

7 identicon

ef öll þrjú lið eru jöfn að stigum verða innbyrðis viðureignir skoðaðar. Punktar og markatala innbyrðis viðureigna semsagt.

áhugasamur (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 23:17

8 identicon

Vó...  rólegir ... Við vinnum bara Norsarana með ca 10 mörkum og komust áfram...  einfalt  ÁFRAM ÍSLAND

gusti (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 00:17

9 identicon

Sammála gusta, þetta er engin spurning Norðmenn verða lagðir að velli.

Koma svo (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 08:40

10 identicon

Finnur: Rétt, þeir ættu að þurfa 5+ mörk ekki 4+. Ef Noregur vinnur okkur og Danir tapa gegn Króötum þá skipta innbyrðis viðureignir ekki máli og farið verður eftir markatölu. Þar þyrfti Ísland að minnstakosti að tapa með 5 mörkum til að Noregur komist yfir í markatölu.

Þegar verið var að reikna þetta grunar mig að ekki hafi verið tekið inn í að Noregur fékk -1 mark í gær, sem gerði 4 mörk nóg til að jafna Ísland.

Gunnar (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 10:06

11 identicon

Ekki gleyma ad ef Nordmenn sigra med 2 mörkum á móti Íslandi, thá versnar markastada Íslands um leid ( Noregur +2, Ísland -2 ). Thví naegir Nordmönnum thriggja marka sigur til ad vera öruggir áfram (ef Danir tapa...)

áhugasamur (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 13:28

12 identicon

Markatala Íslands er +5, og Noregs er -1 eftir leiki gærdagsins.  Þannig að það þarf 3 mörk til að fá jafnvægi (+2 vs. +2), nema að í því tilfelli að þá hefur Ísland skorað flest mörkin af þessum 3 löndum og mun því komast áfram. Semsagt, Noregur þarf 4 eða fleiri mörk (og danir að tapa) til að komast áfram.

Thor (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband