Færsluflokkur: Íþróttir

Með aðra höndina á 12.sætinu og hina fyrir munninum.

Á evrópumótinu hefur þetta allt þróast eins og vonir stóðust til. Glæsilegur sigur í okkar úrslitaleik gegn Slóvökum og núna á Alfreð að hvíla lykilmenni í þessum næstu vonleysisleikjum og leyfa yngri strákum að reyna sig gegn alvöruliðum. Okkur er nú tryggt 12. sætið en ég vil nú samt leyfa mér þann ósvífnað að vona að við getum marið sigur gegn Svartfjallalandi eða Slóveníu í næsta úrslitaleik, nefnilega þann um 11.sætið. Það hefst eingöngu ef Alfreð fylgir þessari taktík sem ég hef skissað hér; láta nýju strákana spila og freista þess að skapa góðan liðsanda í tapleikjum gegn alvöruliðum.

En ég er hræddur um að það fari á annan veg, því miður. Það er viss sjéns á því að þetta mót endi með algjöru og fullkomnu niðurbroti þessa liðs og þjálfara þess einnig. Frekar niðurdrepandi upplifun fyrir áhugamenn um handbolta á Íslandi. Heyrirðu í mér Alfreð?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband