Rétt skal með farið
21.5.2012 | 17:55
Maður skyldi ætla að þegar blaðamenn skrifa grein í blaðið að þeir viti eitthvað um það sem þeir eru að tala um. Hér virðist það ekki vera tilfellið. Það er vísað í að ;
Í síðasta mánuði gerði bandaríski bóksalinn Barnes & Noble samning við Microsoft um að selja Nook-lesvélina frá fyrirtækinu í búðum sínum.
Þeir sem hafa eitthvað fylgst með þessum málaflokki vita það mæta vel að Nook er lesvél sem er búin til og þróuð af Barnes & Noble undanfarin 3-4 ár. Og seld í versunum B&N. Nú hefur hinsvegar Microsoft fjárfest í þessu verkefni og fyrirtækin munu í sameiningu þróa þetta bretti.
http://en.wikipedia.org/wiki/Nook
Gramsað eftir rafrænum bókum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Barbabrella
12.10.2010 | 18:23
Þessi auglýsingabrella Google er tær snilld. Ef Google hefði notað miljón dollara í verkefni sem hefur raunverulega þýðingu í því samhengi sem þetta er hefði það aðeins verið dropi í hafið og ekki skipt nokkrum sköpum. Það hefði verið betur varið fé séð í ljósi vistvænna framfara, en sem sagt mun lélegri auglýsing því það hefði varla nokkur tekið eftir því.
Þess vegna er þessi fjárfesting snilld. Fyrir eina miljón fær Google alþjóðlega umfjöllun og tengir sjálft sig við nýsköpun og frumlegar hugmyndir.
Skiptir kannski ekki máli að einu umhverfisbæturnar sem hljótast af þessu eru á bankareikningi Geoff Barnett og svo glæsilegri ímynd Google. Heldur ekki að þessi hugmynd hlýtur að teljast mjög illa útfært reiðhjól. Eini staðurinn sem við eigum eftir að sjá þetta fyrirbæri er hér í fréttum og svo getur maður farið heim til Geoff og handleikið prótótýpuna.
Aðalatriðið hér er Google. Google er græna byltingin á öldum ljósvakans. Google er vinur þinn. Langar þig í Google? Gjörðu svo vel, það er ókeypis. Eins mikið og þú vilt. Ef þú trúir því ekki getur þú bara gúglað það.
Gúgl
Ferðamáti framtíðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sekt eða sakleysi?
7.6.2010 | 14:02
Ég verð nú að segja að mér finnst það sérkennilegt réttarfar að láta ekki reyna á þessar embættisfærslur í dómi. Er ekki ályktun rannsóknarnefndar nóg tilefni til þess, eða er hún einmitt þetta "ekkert sérstakt tilefni"? Fáfróður maður spyr.
Ég hefði talið að jafn lagamenntaður maður og Davíð hefði séð hag sínum best komið með að sanna sakleysi sitt fyrir dómi og bjóst við hann myndi berjast fyrir rétti sínum að geta komið þessu máli á hreint í eitt skipti fyrir öll. Nú er svo að ámælið fær að standa óhaggað og engin lög prófuð. Það er varla gott fyrir "sakborningana"?
Ef einhver getur borið rök fyrir því að þetta hafi verið góð niðurstaða fyrir fjórmenningana, skal ég hlusta mjög vel.
Ekki tilefni til rannsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Áfengissjúklingurinn Ísland
22.4.2010 | 11:40
Staða þjóðarbúsins verri en opinberar tölur sýna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Oh, did you mean cash?
15.4.2010 | 12:54
Flugumferð bönnuð um Bretland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Prentvilla - ábending frá bretum
15.4.2010 | 12:47
Mér hefur verið falið að koma á framfæri leiðréttingu frá bretum og hollendingum; "we said cash - not ash!
Getur verið að þetta sé viljandi misskilningur? Svör óskast.
Fljúga með öskusýnin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Slagurinn að byrja
14.4.2010 | 16:49
Sérstökum saksóknara skylt að veita lögmanni gögn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mafíuríkið Ísland
12.4.2010 | 13:57
Eftir því sem maður fær meira að vita um hvernig stjórnsýslu þessa lands er/hefur verið háttað birtist manni æ skýrar mafíustíllinn á þessu. Eini munurinn er, sem betur fer, er að menn eru ekki bókstaflega drepnir þegar á að ryðja þeim úr vegi. En annars er allt á þessa bókina fært. Leynifundir, kunningjar, símtöl og annað baktjaldamakk er frekar reglan en undantekningin þegar stjórna á þessu landi.
Það er vonandi að þessi skýrsla leiði þjóðina og þá sem sitja við stjórnvölinn í ljós um hversu knýjandi þörfin er að breyta þessum mafíuklúbbi í alvöru ríki með tilheyrandi stofnunum sem treystandi er á.
Ég vona að Alþingi bregðist snarlega við og samþykki setningu landsdóms og tilnefndir aðilar dregnir fyrir dóm eins fljótt og auðið er. Það þarf að loka þessu máli með dómum.
Nei nei, ekkert að gerast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Réttarríkið Ísland
10.4.2010 | 13:56
Manni getur fundist það sem maður vill um Jón Ásgeir og aðra, en það sem hann segir mjög kurteislega hér er algert grundvallaratriði í siðmenntuðu réttarríki. Auðvitað eiga ráðamenn landsins ekki að stunda svona dilkadrátt fyrir framan sjónvarpsmyndavélar. Þessi mál á að gera upp í dómstólum og fyrr en dómur fellur á ekki ríkisstjórn landsins, alþingismenn eða embættismenn að koma með digurbarkalegar yfirlýsingar um málsatriði eða hlutaðeigandi.
Bloggarar geta auðvitað gelt sig hása, svo fremi sem ekki varðar við lög um meiðyrði.
Svo er bara að sjá til þess að dómstólar vinni sína vinnu samkvæmt lögum.
Biður Steingrím að gæta orða sinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Manneskjan
9.4.2010 | 10:32
Rollur sem rýja sig sjálfar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)