Vantar í fréttina

Það vantar í fréttina undrun norska blaðamannsins yfir því að svona lítil upphæð sé nóg til þess að binda enda á þetta samstarf.  Þegar hugsað er til þeirra upphæða sem eru afskrifaðar daglega í skilanefndum er ekki laust við að manni finnist vanta eitthvað perspektív á heimili ráðamanna.  Þessi upphæð er tæplega kostnaður við að halda úti 1 starfsmanni.

Það er svo athyglisvert að íslenski fjölmiðillinn sem færir þessar fréttir af fréttaflutningi erlendis skuli sleppa þessu atriði, sem óneitanlega virðist vera eitt aðalatriðið í erlendu fréttinni.  Kannski er þetta vandræðalegt, hvað veit ég.


mbl.is Íslendingar hætta í NASCO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt hjá þér. En ég reikna með að það séu ennþá 100 þús. samtök sem Ísland gerðist aðili að á síðustu árum séu gjörsamlega ónauðsynleg.

Hefur einhver heyrt eitthvað frá þessari NASCO á síðustu árum (eða bara yfirhöfuð, ekki ég)? Var ekki bara einhver fínn karl útí bæ "forseti Íslandsdeildar NASCO" og fór á árlega flotta fundi? Bölvaður óþurfi.

Valgeir (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 21:29

2 Smámynd: Jonni

Annað er að hvergi er minnst á þetta á vefsíðum Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, eða nokkrum öðrum miðli á Íslandi svo mér sé kunnugt. Hvar er svona ákvörðun tekin og hverjum kemur hún við? Ráðuneytisstjóri vísar í bágan efnahag ríkissins, en hvaðan hefur hann sínar skipanir? Af hverju fer svona fram í algerri þögn? Kannski það sé einmitt svona stjórnsýsluhættir sem sé okkar akkillesarhæll á Íslandi. Hér eru búrkarlar að puðast í leyni að taka hinar og þessar ákvarðanir, sem engum virðist koma neitt við, og þegar spurt er svara þeir út í hött. Ísland í dag spyrðu mig.

Jonni, 18.8.2009 kl. 21:40

3 identicon

Það eru örugglega mörg hundruð smáverkefni sem koma til með að gera stóra upphæð.

það er aumt að skerða bætur til eldri borgara og öryrkja. og draga úr heilsutengdum verkefnum, og halda samt áfram að taka þátt í því sem við getum verið án í nokkur ár.

Segja landsmönnum að margt smátt geri kraftaverk í sparnaði há heimilunum, en Ísland haldi samt áfram eins og ekkert hafi í skorist og bogi samanlagt háa upphæð í það sem má komast af með.

Hættum að þykjast vera meiri og stærri en við erum.

Við erum engin ofurþjóð og eigum mjög fáar ofurmanneskjur, nema þá siðspillta fjárglæframenn. þar eigum við sennilega heimsmet, miðað við höfðatölu.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 21:57

4 Smámynd: Jonni

En nú þykjast íslendingar vera svo mikil fiskveiðiþjóð og vilja gjarnan vera trúverðugt "authority" á sínu hafsvæði. Ekki síst þegar farið verður í samningaviðræður við ESB. Núna virðumst við vera svo aumir eftir fylleríið að timburmennirnir eru alveg að drepa okkur. Trúverðugleiki okkar sem þjóðar er algjörlega kominn í klósettið. Ég get ekki skilið annað en að það sé nauðsynlegt að sýna sig á vettvangi sem maður telur mikilvægan og fiskveiðivettvangur hlýtur að vera potturinn og pannan í okkar alþjóðlegu tilvist.

Eða var það bankastarfsemi, ég man ekki alveg.

Jonni, 18.8.2009 kl. 22:03

5 identicon

Mér finnst nú eitt það sorglega í þessu vera það að skrifað var undir stofnsáttmálan í Reykjavík fyrir 27 árum og Ísland búið að vera þátttakandi í þessari stofnun síðan og svo þegar efnahagur Íslands er slæmur þá er þessu samstarfi droppað "med det samme". Önnur spurning er þó um nauðsyn þess að vera aðili að þessari stofnun eins og eflaust er með margar aðrar.

Snorri (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 22:37

6 Smámynd: Jonni

Þurfum við að stunda alþjóðlegt samstarf yfirhöfuð mætti maður kannski spyrja sig. Viljum við eiga rödd á þeim vettvangi sem fjallar um auðlindir okkar? Eða er það peningasóun?

Búrkarlaháttur.

Jonni, 18.8.2009 kl. 22:49

7 identicon

Svo má spyrja sig hvort það er ekki þess virði að vera aðili að stofnun sem hefur það markmið eitt að vernda fiskistofn sem veldur milljarða veltu á hverju ári hérna á klakanum....

20 milljónir vs fleiri milljarðar....

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 00:43

8 Smámynd: Birnuson

Já, auðvitað ber að tilkynna allar svona ákvarðanir á áberandi stað. Ég er á því að stjórnvöldum ætti að vera skylt að birta allar mikilvægar ákvarðanir sínar á sérstakri vefsíðu. „Mikilvæg ákvörðun“ gæti t.d. verið hver sú ákvörðun sem hefur fjárhagsleg áhrif umfram tiltekna fjárhæð og hver sú ákvörðun sem varðar tiltekinn fjölda manna.

Birnuson, 19.8.2009 kl. 09:10

9 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Mér skilst, að við, ÍSLENDINGAR, hafi verið forgöngumenn (Orri Vigfússon) um stofnun NASCO og því ættumvið ekki að hlaupast undan merkjum á þessu sviði. Nær væri að selja nokkur montsendiráð (t.d. í Berlín), ávaxta féð og spara jafnframt í launum í utanríkis-þjónustunni.

Með kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 19.8.2009 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband