Áfengissjúklingurinn Ísland

Það er nærtækt að líkja Íslandi og íslendingum við áfengissjúkling og fjölskyldu hans.  Allir eru meðvirkir og flæktir í lygahringinn með einum eða öðrum hætti.  Nú er sjúklingurinn kominn í meðferð, en því miður hjá fjölskyldu sinni og ekki séð fyrir endalok lygahringsins.  Íslendingar telja sig þó vera mikla snillinga í meðferð áfengissjúklinga (það er reyndar sama hvað þeir taka sér fyrir hendur, alltaf sama snillin) þannig að kannski verður sjúklingurinn útskrifaður og komin í mikil uppgrip þegar næsta síldatorfa rennir í hlað. 
mbl.is Staða þjóðarbúsins verri en opinberar tölur sýna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

TAKK - takk LOKSINA kom það !!! sem ég hef verið að hugleiða!!!!!!!!!!

Þarna er ég svo innilega sammála undirritðuðum. Áfengissjúklingurinn er nefnilega í "meðferð" á röngum stað. Hann veit ekki einu sinni hve mikil völd/ráð hann býr yfir. Það þarf að taka hann frá fjsk. lofa þeim "rugluðu" heima fyrir að átta sig á "einkennum".

En þannig er það bara-stóri fíllinn(alkinn) í stofunni stýrir öllu sem "ruglar" nánustu fílsunga "aðstandendur"

NB en af og til breytir "fíllinn" mynstrinu og þá fyllast fjsk meðlimir stórri von og eru tilbúnir að fyrirgefa allt liðið......sama hve stórt eða mikið það var.

Litlir Íslendingar fá "18rauðar rósir" fyrir kostningar og þá er jahhh nærri því allt gleymt. Við erum svo meðvirk og innilega tilbúin til að taka á okkur ábyrgð annarra að það er með ólíkindum. Ég bjó við áfengissýki og þekki nákvæmlega þetta sem er til umræðu hér.

Þakka þér Jonni -mikið - mikið vel fyrir þetta innlegg sem ég verð að fá að copy/pasta - vegna þess að þetta er STÓRA MEINIÐ hér á okkar litla landi og trúlega víðar. Alltof margir vita þetta en það verður að segja það - samt.

Vinsamlegast óska ég eftir frekari skrifum frá þér um þetta málefni. Bestu þakkir og

Kær kveðja - Anna Sig

Anna Sig (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband