Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Barbabrella

Þessi auglýsingabrella Google er tær snilld.  Ef Google hefði notað miljón dollara í verkefni sem hefur raunverulega þýðingu í því samhengi sem þetta er hefði það aðeins verið dropi í hafið og ekki skipt nokkrum sköpum.  Það hefði verið betur varið fé séð í ljósi vistvænna framfara, en sem sagt mun lélegri auglýsing því það hefði varla nokkur tekið eftir því.

Þess vegna er þessi fjárfesting snilld.  Fyrir eina miljón fær Google alþjóðlega umfjöllun og tengir sjálft sig við nýsköpun og frumlegar hugmyndir.

Skiptir kannski ekki máli að einu umhverfisbæturnar sem hljótast af þessu eru á bankareikningi Geoff Barnett og svo glæsilegri ímynd Google.  Heldur ekki að þessi hugmynd hlýtur að teljast mjög illa útfært reiðhjól.  Eini staðurinn sem við eigum eftir að sjá þetta fyrirbæri er hér í fréttum og svo getur maður farið heim til Geoff og handleikið prótótýpuna.  

 Aðalatriðið hér er Google.  Google er græna byltingin á öldum ljósvakans.  Google er vinur þinn. Langar þig í Google?  Gjörðu svo vel, það er ókeypis.  Eins mikið og þú vilt.  Ef þú trúir því ekki getur þú bara gúglað það.  

 

Gúgl


mbl.is Ferðamáti framtíðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband