Sekt eða sakleysi?

Ég verð nú að segja að mér finnst það sérkennilegt réttarfar að láta ekki reyna á þessar embættisfærslur í dómi.  Er ekki ályktun rannsóknarnefndar nóg tilefni til þess, eða er hún einmitt þetta "ekkert sérstakt tilefni"? Fáfróður maður spyr.

Ég hefði talið að jafn lagamenntaður maður og Davíð hefði séð hag sínum best komið með að sanna sakleysi sitt fyrir dómi og bjóst við hann myndi berjast fyrir rétti sínum að geta komið þessu máli á hreint í eitt skipti fyrir öll.  Nú er svo að ámælið fær að standa óhaggað og engin lög prófuð.  Það er varla gott fyrir "sakborningana"?

Ef einhver getur borið rök fyrir því að þetta hafi verið góð niðurstaða fyrir fjórmenningana, skal ég hlusta mjög vel.  


mbl.is Ekki tilefni til rannsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er aldrei gott að þurfa að standa fyrir máli sínu fyrir dómi vegna þess að málarekstur er mjög dýr, og veldur fjölskyldum þeirra sem fyrir ákærum verða miklum skaða, oft meiri en þeim sem þó þurfa að sæta dómsmeðferð. Skaðinn verður meiri því lengur sem málið tekur.

Þá er reynslan því miður sú að ámælið þykir oft styrkjast í sessi við ákæru, en það hverfur ekki þó að menn séu fundnir sýkn saka. Sjáðu t.d. Útvegsbankastjórana í Hafskipsmálinu. Ég efa að þeir hafi talið það sér til tekna að vera ákærðir og svo sýknaðir, enda leiddi ákæran beinlínis til þess að þeir voru reknir úr starfi.

Réttarkerfið er og verður að virka þannig að menn séu ekki dregnir fyrir dóm til þess að láta reyna á það hvort að menn séu nú saklausir. Það verður að vera ástæða til þess að ætla að menn séu sekir áður en gripið er til úrræða dómskerfisins.

Lúðvík (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 14:47

2 Smámynd: Jonni

Það get ég skrifað undir að ekki er það ljúfur og léttur leikur að standa í málaferlum.  Það er þó ekki hægt að falla frá því að láta reyna á laganna staf á þeim forsendum einum saman þegar jafn mikið er í húfi og jafn mikið sker á milli manna um hvað sé satt og hvað sé rétt og rangt.  Hér er skólabókardæmi um mál sem æpir á að reynt sé á lögin.  Á því eiga allir kröfu á, "sakborningar" jafnt sem þjóðin öll.

Jonni, 7.6.2010 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband