Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Að létta siðferðishöftum

Það er nú orðið frekar sjaldséð að kvikmyndir og skáldsögur séu bannaðar. Flestum finnst það heyra fortíðinni til og að skerðing á tjáningarfrelsi sé fremur skaðleg en gagnleg. Við viljum geta ákveðið það sjálf hvað við heyrum og sjáum og viljum ekki láta setja okkur siðferðislegar skorður.

Getur samt verið að þetta siðfrelsi sé að verða okkur fjötur um fót? Ég tel það frekar líklegt að myndir eins og SAW og Hostel hafi áhrif á siðgæðisvitund og jafnvel kveikt með einhverjum áttavilltum einstaklingum hugmyndir og misskildar hvatir. Ekki síst þegar mörkin eru flutt með hverri nýrri mynd. Þessar myndir hafa það heldur ekki að sínum boðskap að skýra mörkin milli rétts og rangs heldur virðist sem ógeðið sé að festa sig í sessi sem skemmtun. Skrýtin skemmtun finnst mér og ég rek í þessu samhengi augun í rök breska kvikmyndaeftirlitssins fyrir þessu banni. Hér vantar söguþráð og persónusköpun. Það er með öðrum orðum ekki hægt að nota siðferðisleg gildi til þess að banna mynd. Það sem ég les úr þessu er að siðferðisleg ritskoðun er sögulega séð lokið og við tekur siðleysi.

Það má þó segja að með þessari frétt vottar af smá glætu af siðvendni, en á móti kemur að þessi mynd, Grotesque, kemur nokkuð örugglega til þess að vera heitasta lumman á netinu næstu vikurnar. Það er að segja að svona bann er frekar gagnslaust, fyrir utan náttúrulega að þessi mynd verður ekki sýnd í sjónvarpinu, eins og tilfellið var með SAW og Hostel.

Ég hef alltaf verið á móti hvers kyns ritskoðun, en nú er svo komið að mér fannst þessi frétt vera góð frétt. Það eru þá einhver takmörk ennþá til í þessum heimi.

Eða er þetta bara aldurinn farinn að segja til sín?


mbl.is Bretar banna japanska hryllingsmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantar í fréttina

Það vantar í fréttina undrun norska blaðamannsins yfir því að svona lítil upphæð sé nóg til þess að binda enda á þetta samstarf.  Þegar hugsað er til þeirra upphæða sem eru afskrifaðar daglega í skilanefndum er ekki laust við að manni finnist vanta eitthvað perspektív á heimili ráðamanna.  Þessi upphæð er tæplega kostnaður við að halda úti 1 starfsmanni.

Það er svo athyglisvert að íslenski fjölmiðillinn sem færir þessar fréttir af fréttaflutningi erlendis skuli sleppa þessu atriði, sem óneitanlega virðist vera eitt aðalatriðið í erlendu fréttinni.  Kannski er þetta vandræðalegt, hvað veit ég.


mbl.is Íslendingar hætta í NASCO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endalaust tjón

Það lítur út fyrir að þessi harmleikur endi með því að það komi hér erlendur lögreglustyrkur og handtaki fjárglæframenn og meðseka stjórnmálamenn.  Það er ekki nokkur von eftir til þess að stjórnvöld hérlendis hafi áhuga á að hreinsa upp ógeðið sem hefur verið steypt yfir þessa þjóð.  Greinilegt að íslensk stjórnmál og fjárglæframál eru svo samofin og að hvert sem litið er vaði menn sorann upp að eyrum svo ekki sé okkur viðbjargandi. 

Hvers vegna er ekki  búið að leggja fram eina einustu ákæru?  Hvers vegna ganga þessir glæpamenn ennþá lausir og stunda sömu glæpina?  Hvað ætlar þessi þjóð að láta draga sig á asnaeyrum lengi?

Vegna þess að íslenskir stjórnmálamenn eru óhæfir og getulausir með öllu.  Það er það versta í þessu öllu saman.   Gott og vel að fé hafi tapast og skuldir þurfi að greiða, en að við séum með öllu rúin fólki sem getur stjórnað þessu landi með ábyrgum hætti er hinn raunverulegi harmleikur. 


mbl.is Stórskuldug aflandsfélög í eigu hluthafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gegn spillingu

Til þess að taka minn þátt í að berjast gegn spillingu mun ég hér birta stórlánabók Kaupþings. Ég skora á aðra að gera slíkt hið sama.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband