Auga fyrir auga, hverfi fyrir fót

Innanríkisráðherra Ísraels mælist til þess að ákveðið hverfi í Gasa verði jafnað við jörðu í þessu sambandi. Það verður eflaust gert, ekki síst sem Olmert hefur beðið ísraela um að sýna stillingu og bendir réttilega á að reiði er ekki hernaðaráætlun. Hann staðfestir þar með að hernaðaráætlun er rétta svarið og það er bara spurning um daga hvenær ísraelski herinn kemur með svarið gegn þessari fótatöku palestínumanna. Hvað skyldu margir palestínumenn (saklausir) láta lífið í þeim aðgerðum, hversu margar fjöskyldur missa heimili sín og hve mörg börn missa foreldri?
mbl.is Hvetur Ísraela til stillingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Akkúrat, Olmert biður um stillingu bara til að þurfa ekki að taka ábyrgð á þeim hamförum sem fram hafa farið.  Loka þeir fyrir rafmagnið þegar að bandaríkjastjórn biður um það?

ee (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 14:43

2 Smámynd: Jonni

Þeir bíða ekki eftir fyrirmælum fra BNA, þeir hafa sjálfir mikla sköpunargleði í þessu sambandi. Það verður spennandi að sjá hver verður leikur þeirra næstu daga, en ég leyfi mér að giska á að farið verði eftir tillögu innanríkisráðherrans að jafna með jörðu akveðið hverfi í Gasa.

Jonni, 11.2.2008 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband