Er mig að dreyma?

Eða er það morgunblaðið sem dagdreymir?  Kannski er þetta undirbúningur fyrir nýstárlega veruleikaendurskoðun væntanlegs ritstjóra morgunblaðsins.  Nú bíð ég bara eftir fréttum af ævintýrum Tinna á tunglinu, og hetjudáðum fyrrum stjórnaliða Sjálfstæðisflokksins.

Það er allavega ljóst að morgunblaðið vill þurrka út aðskilnað á fréttum og skáldskap.  Miklu skemmtilegra þannig, en kannski ætti að breyta nafni blaðsins í Fíkjublaðið til þess að forðast misskilning.  En misskilningur er kannski hinn nýji skilningur?  


mbl.is Bósi Ljósár slær vistarmet í geimnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.nasa.gov/mission_pages/shuttle/behindscenes/whatsgoingup124.html

Þetta er á heimasíðu Nasa

Bjarni (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 12:54

2 Smámynd: Jonni

NASA hefur þó vit á því að skilja milli skáldskapar og raunveruleika. Og er samt ekki fréttamiðill.

Jonni, 23.9.2009 kl. 13:06

3 identicon

Það var einn sem hét Bósi Þvarason og næstum því ljósár frá því hann var uppi og hann sló gistimet hjá ungum stúlkum.

Er ég eitthvað að misskilja þetta?

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 08:32

4 identicon

Ertu alveg uti að skíta ? Davíð hefur ekki ritstýrt þessari frétt, þetta áttu að vita ef þú ætlar að fara kvarta svona opinberlega. Hann er ekki inni á mbl.is að fylgjast með hverri frétt sem fer inn, heldur hafa fréttaritarar síðunar ákveðið frelsi. Þessi frétt er heldur engu verri en þær fjölmörgu tilgangslausu fréttir sem hafa komið hingað inn yfir árin.

Jóhann (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband