Flottur

Alltaf jafn flottur hann Davíð. En sjaldan hefur einn maður valdið einni þjóð jafnmiklum skaða með jafnfáum orðum, þetta viðtal er í sjálfu sér nóg til þess að komast á þann verðlaunapall. En hafi maður í huga allt hitt sem þessi maður hefur komið í verk með orðum og gjörðum er nokkuð ljóst að hann á sér enga samkeppni um þennan titil.

Ég vona samt hans vegna að ummæli hans í Kastljósi hafi ekki verið hans uppfinning heldur samantekin leikflétta ríkistjórnar og Seðlabanka. Það myndi létta farginu af honum aðeins. Vonandi fáum við svör áður en yfir lýkur hvernig þetta atriði var skrúfað saman.


mbl.is Hvað sagði Davíð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fyrst þetta er málið, er þá Davíð Oddsson ekki mögulega sekur um landráð, í besta falli fyrir að hafa talað af sér? Sérstaklega ef litið er til þess sem hann viðurkenndi sjálfur, að hafa verið full bráðlátur í yfirlýsingum um Rússalánið svokallaða.

- Úrdr. úr X. kafla almennra hegningarlaga -

91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með …1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.

Hafi þetta aukinheldur verið samantekin ráð af hálfu forsvarsmanna ríkisfjármála, þá gæti í ofanálag mögulega verið um samsæri að ræða skv. lagalegri skilgreiningu á því athæfi.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.10.2008 kl. 14:45

2 Smámynd: Jonni

Ég er nú ekki lögfræðingur, en ég get ekki lesið allt þetta mál öðruvísi en að um einhverskonar landráð sé um að ræða, eða í það minnsta alvarleg embættisafglöp. Ég vona að farið verði í saumana á þessu um leið og tök eru á. Það verður að fylgja þessu eftir til þess að tryggja öryggi þessarar þjóðar gagnvart ráða- og embættismönnum. Einhverjir hljóta að bera ábyrgðina til hvers tíma.

Jonni, 13.10.2008 kl. 14:53

3 identicon

Ja, ef beita ætti enskum "hryðjuverkalögum" þá værri nú réttast að frysta "eftirlaunasamning" þessa ágæta mans og uppfylla þar með grundvallar forsendur frjálshygjunar um fjárhagslega ábyrgð á orðum og gjörðum.  Hann hefur nú þann vafasama heiður að vera eini forsetisráðherra sem gerði tilraun um "hlaup" á banka forðum og ekki hefur hann getað skilið milli persónulegrar andúðar og embættis í þetta skiptið heldur. Að sjálfsögðu á hann ekki að segja af sér. Það á að reka hann.

Steinn Magnússon (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 16:19

4 Smámynd: Jonni

Sammála. Það væri óþarfa virðing við þennan mann að leyfa honum að segja af sér. Það á að reka hann með skömmum og viðeigandi lögsóknum. Svo mun það vera lögfróðra manna og dómara að skera úr um ábyrgð og sekt. Og vonandi að þjóðin verði aðeins vandvirkari við valið á ráðamönnum í framtíðinni.

Jonni, 13.10.2008 kl. 17:15

5 Smámynd: Ignito

Þið eruð snillingar drengir.  Sjáið eingöngu það sem þið viljið sjá í bæði lesmáli og hljóði (reikna með að hafið heyrt/séð viðtalið).

Að vitibornir menn skynji ekki betur hvað hefur verið að gerast í kringum sig kemur mér sífellt á óvart.   Í mínum huga kemur setningin "að hengja bakara fyrir heilan smíðaflokk" sterkt inn með lestri mínum á ykkar skoðunum.

Það er ekkert í þessu viðtali sem hægt er að gera að því skóna að ríkið ætlaði ekki að standa við lögbundnar skuldbindingar vegna innlánsreikninga í útlöndum.

Ég persónulega tel líklegra að símtalið milli fjármálaráðherrana ásamt pólitísks leiks hjá hinum breska hafi verið aðal driffjöðurin í þessu máli öllu.

En í huga múgsins er eins og það hafi ekki átt sér stað.  Né heldur að það pólitíska umhverfi sem er hjá bretum hafi haft nokkur áhrif á "svokallaðan" miskilning.  Breskur pólitíkus er miklu traustverðugri en nokkuð sem ritað er í fjölmiðlum hér heima.

Miklu flottara að stökkva um borð með "allt Dabba að kenna" liðinu.

Ignito, 13.10.2008 kl. 22:56

6 Smámynd: Jonni

Iqnito; ert þú að tala um eitthvað annað viðtal? Ég sá þetta í sjónvarpinu og fyrir mér var það enginn vafi hvað maðurinn var að meina. Eftir lestur á viðtalinu er ég enn öruggari þessari túlkun. Hann sagði þetta því sem næst beinum orðum, margendurtekið. Það getur hins vegar verið að viðtal fjármálaráðherra hafi haft áhrif á breska stjórnmálamenn, sérstaklega ef Árni hefur orðlagt sig í svipaða veru. Við vitum ekki hvað var sagt og hvað ekki í því samtali. Við vitum hins vegar hvað Davíð sagði við alla landsmenn og framan í heiminn; við borgum ekki!

Jonni, 14.10.2008 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband