12. sæti er gott

Undirbúningur liðsins ber þess merki að metnaðurinn er ekki upp á marga fiskana. Sé hugsað til þess hvað við erum í sterkum riðli má það teljast viðunnandi að komast í milliriðil og lenda kannski í neðsta sæti þar. Ef menn hefðu hug á því að komast eitthvað lengra en það held ég að vanda hefði mátt betur til undirbúnings. Stuttur undirbúningur, með örfáa leiki og þessi einkennilega skipting í A og B-lið sem ég fæ ekki séð neinn annan tilgang með en að stela tíma og orku frá skipuleggjendum og þjálfurum. 12. sæti er gott fyrir þetta lið, 11. sæti þrusugott og 10. sæti gjörsamlega óraunhæft.

Gerum betur næst HSÍ.


mbl.is Alfreð sendir sex leikmenn til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta tekur ekki mikinn tíma af þjálfara landsliðsins þarsem hann fer ekki út með B-liðinu, þetta gefur samt þeim sem hafa verið meiddir tækifæri á að bæta spilformið sitt og einnig gefur þetta þeim sem koma út B-hópnum bæði reynslu, og metnað, þarsem þeir vita að landsliðsþjálfarinn er að hugsa útí þá, sem lætur þá reyna en betur.

Jökull (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 21:53

2 identicon

Ég held að þeir sem fari út með b-liðinu, þ.e. þeir sem voru þar frá upphafi, viti að þeir komi varla til greina í EM-liðið.

Ég er hinsvegar ekki alveg jafn viss um að Norðmenn séu mjög hrifnir af því að við séum að senda b-lið á mótið sem þeir halda. Samkvæmt fréttum að utan virðast þeir gera ráð fyrir sama liði og spilaði í Danmörku um helgina.

Þá er ég fyllilega sammála Jonna um að metaðurinn er ekki upp á marga fiska. Mjög stuttur undirbúningur fyrir EM er eflaust einsdæmi í sögu landsliðsins.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 22:09

3 identicon

Hvernig á að vera lengri undirbúningurin þegar það er verið að keppa í þýsku deildinni þartil 30des, seinasti leikurinn hjá t.d. Gummersbach ?

Þetta er bara ósköp venjulegur undirbúningurinn, sami og hjá öðrum liðum. 

Jökull (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 22:26

4 Smámynd: Jonni

Flest hin liðin (sem ætla sér eitthvað) hafa haft viðameiri undirbúning, t.d. spilað á mótum í nóvember og yfir höfuð spilað fleiri leiki og þar með eytt meiri tíma í að byggja upp liðin En við sjáum nú bara hver uppskeran verður í Noregi þegar upp er staðið. Mín spá er 12. sæti en allt fyrir ofan það er kraftaverk æðri máttarvalda (sem ekki má reikna með, því eins og allir vita hjálpar Guð þeim sem hjálpa sér sjálfum, þó það sé kannski óréttlátt því þeir eru þá búnir að hjálpa sjálfum sér og þurfa enga hjálp)

Jonni, 8.1.2008 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband