Siðferðislegt?

Hér ber að hafa í huga að þessi nefnd er skipuð og valin af Olmert sjálfum og ekki hæstarétti Ísrael eins og margir vildu meina að væri réttast. Einnig er það athyglisvert að ákvörðunin um að fara í þetta stríð er greinilega vegin sem "rétt" ákvörðun, amk eftir túlkun Olmert. "Mistökin" í þessari aðgerð voru sem sagt að ekki var gengið nógu hart til verks og markmiði stríðsins ( að murka líftóruna úr andstæðingnum) var ekki þar með ekki náð. Það skyldu því ekki vera neinar efasemdir um forsendur þessarar nefndar og engin ástæða til þess að taka þessu áliti sem neinu öðru en tilraun þeirra sem báru ábyrgð á þessari svívirðu til þess að þvo blóðið af eigin höndum.

Hér eru viðbrögð heimsins við þessu stríði;

http://en.wikipedia.org/wiki/International_reactions_to_the_2006_Lebanon_War


mbl.is Olmert telur sig hreinsaðan siðferðislega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband