Ójöfn gagnrýni

Við endurskoðun á færslum mínum hefur komið í ljós nokkuð ójöfn dreifing gagnrýni á hendur ríkisstjórna hér í þessum heimi. Það getur verið að það sé ekki af ástæðulausu, en ekki vil ég liggja undir því ámæli að vera hluthallur. Þess vegna vil ég undirstrika það hér að ég ber mikinn hlýhug til bandaríkjamanna almennt og til þess að rétta jafnvægið ætla ég hér að skjóta á nokkra aðra;

Íran; er ekki kominn tími til að tengja?
Ísland; hver réð þennan handboltaþjálfara?
Noregur; ég veit ekki hvar ég á að byrja.
Palestínumenn; hvernig væri nú að sjóða saman eitthvað plan sem kannski VIRKAR?
Færeyjar; ha, hvar eru þær?
Þýskaland; ég man þegar ég var á puttanum á leiðinni til parísar hérna um árið og endaði í skurði um miðja nótt í Dusseldorf vegna ótrúlegs kaldlyndis ALLRA þjóðverja. Ég fyrirgef það ALDREI!!!
Frakkland; skrýtið nafn
Danmörk; fjárhagsmálið er ekki uppgert samkvæmt minni skoðun. Svo eru þeir líka eins og svín (í útliti)
Ísland; var ég ekki búinn með það?
Afríka; fáið ykkur vinnu og hættið þessu væli
Evrópa; er ekki kominn tími til þess að menn átti sig á því að gullöldin er liðin?
Afganistan; Guð minn góður!!!
Pakistan; Guð minn góður 2 !!!

Eins og sjá má á ofangreindum skotum er gagnrýni mín ekki byggð á persónlegri afstöðu heldur hlutlægu mati á starfi hverrar ríkisstjórnar. Þetta ber að hafa í huga þegar menn lesa færslur mínar og verður það þá óþarfi að væna mig um hlutdrægni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband