Sumt sem ekki má segja

Þetta var nú bara ansi heiðarlegt hjá Steingrími.  Ekki hægt að tala um það á Alþingi.  Þar höfum við það, og förum nú að hætta þessu þrasi um það sem hvort sem er ekki má nefna með sínu rétta nafni.  En hjá mér vaknaði spurningin hvort það mætti segja frá þessu á öðrum vettvangi en á Alþingi, t.d. í sjónvarpinu eða á Kaffibarnum.  Eða verður þetta alltaf leyndó?  Kannski er hægt að hringja í Steingrím og fá þetta upplýst persónulega, fyrir þá sem hafa áhuga. 

Það er náttúrulega tími til kominn að einhver taki upp hanskann fyrir hönd virðingu Alþingis og neiti að nota vafasamt orðafar í ræðustól Alþingis.  Annars geti ekki þingmenn gert tilkall til titilsins háttvirtir.

 

Á hinn bóginn má segja að Steingrímur sé vonlaust lélegur að halda leyndarmáli.  


mbl.is Verður að klára Icesave af ótilgreindum ástæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband