Það er svo undarlegt með ýmsa menn

Mér finst það skrýtið þegar fólk vill gera þessa stjórn að hinu versta meini Íslands á síðari tímum. Þessi stjórn hefur ekki búið til þann vanda sem að steðjar og ég fæ ekki betur séð en að róinn sé lífróður til þess að bjarga þessu landi. Svo geta menn deilt um aðferðina og áherslurnar auðvitað. Mér finnst það ekki neinu skipta hvort við stjórnvölinn sitji Jóhanna, Geir, Bjarni Steingrímur eða hvað þetta fólk nú heitir og hvar í flokki það er skipað svo fremi sem unnið er að hagsmunum allra íslendinga og sér í lagi íslendingum framtíðarinnar.

Það væri mikið óhapp fyrir þetta land ef engin getur fengið vinnufrið til þess að sigla þessu fleyi í trygga höfn. En það virðist vera lenska hér að kenna ráðandi stjórnvöldum um allt sem illt er og væna þau um hin verstu vélráð gegn landi og þjóð. En samt er þetta fólk valið af þjóðinni til þess að vinna þetta verk fyrir okkur.

Þetta sífella væl og þras er sannkallaður íslenskur aumingjaskapur. Hvernig væri nú á þessari ögurstundu að reyna einhvern annan söng en væl og þras? Ég er feginn að vera ekki í þessu starfi fyrir íslensku þjóðina því vanþakklátara starf held ég að fyrirfinnist ekki.

Það er ekki endalaust hægt að hrópa helvítis fokking fokk og heimta afsagnir og nýjar stjórnir og guð má vita hvað. Það breytir engu þótt skipt sé um fólk. Engu. Núna er nýtt fólk í stjórn og það þarf að vinna sína vinnu vel. Alls ekki gagnrýnislaust, en það er munur á gagnrýni og einelti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bestu þakkir Jonni þitt góða innlegg í umræðuna sem flestir hér á litlu landi eru að rótast í þessa mánuðina. Ég tók mér það "bessaleyfi" að smella pistlinum þínum inn á "facebook" vegna áhuga míns á því sem þú ert að segja, ég hef svo mikil þörf fyrir að koma að dýpri vitsmunalegri umræðu. Þó að sullandi tilfinningaleg viðbrögð séu líklega það sem hæst stendur hér á landi nú í reiði og sársauka landans. Við íslendingar erum enn í sorgarferli sem óhjákvæmilega fylgjir áfalli sem við flest urðum fyrir. Og hvar erum við stödd í því ferli ? Ég er með "theoríu" (NB reynslu) varðandi allt það sem kannski hentar ekki öllum að samþykkja eða heyra.  Enn og aftur bestu þakkir fyrir þessi skýru skrif og ég hvet þig áfram í að hafa álit og skoðanir á þessum málum. Meira síðar

Kær kveðja Anna Sig

Anna Sig (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 00:07

2 identicon

Sorry - ritvillur - púfffffffff -  þarf að vanda mig betur næst. Kær kveðja Anna Sig

Anna Sig (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband