Til ábendingar óttaslegnum

Það virðist hafa gripið um sig mikill ótti hér á landi þess eðlis að formleg umsókn til Evrópubandalagsins jafngildi aðild.  Það má í þessu sambandi benda á að nágrannar okkar norðmenn hafa ekki minna en þrisvar sinnum skilað inn umsókn.  1963 var umsókn þeirra neitað af Frakklandi, 1972 var aðildarumsóknin felld í þjóðaratkvæðagreiðslu sem og 1994.  Gera má ráð fyrir að norðmenn hafa í þessum þjóðaratkvæðagreiðslum vitað hvað þeir voru að kjósa um.

Skyldi vera að þeir sem eru svo á móti því að send verði inn umsókn treysti ekki íslendingum fyrir því að geta kosið "rétt" í þjóðaratkvæðagreiðslu?  Kanski eru íslendingar svona vitlausir að ekki er hægt að treysta þeim fyrir sjálfum sér?


mbl.is Niðurstaða um ESB á hádegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki heimska landans sem veldur fólki áhyggjum held ég. Það er frekar þessi rosalega áróðursmaskína ESB sem að getur breytt áliti fólks og hugsunum auðveldlega og hún hefur þegar smeygt sér inn í huga fólks og breytt þeirra skoðunum. Hvað heldurðu að ESB sé búið að eyða, og mun eyða í áróður hér á landi fyrir kosningar á þessum samningi? Hverja er þetta "ríki" þegar búið að kaupa hér á landi, það er stóra spurningin. Þeir eru þegar búnir að "kaupa" háskólana með milljarða framlagi.            Afhverju er fólk svona rosalega æst í að sjá draum útrásarmanna ganga í gegn núna? Frekar furðulegt.

geir (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 00:35

2 Smámynd: Jonni

Ja hérna. Það er bara svona.

Jonni, 16.7.2009 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband