Hver er hlutlaus?

Mér finnst það skrýtið að það sé fréttnæmt efni að heimildamaður frétta sé ekki hlutlaus. Lesendur frétta verða að venja sig við að heimildir séu litaðar. Það er naívt að halda annað og beinlínis hættulegt því fréttaheimurinn er ekkert annað en flóð af lituðum fréttum.
Það er athyglisvert að þessi umdeildu ummæli læknissins varðandi 9/11 lúta að sumu leiti sömu rökfræði og réttlæting ísraela á fjöldamorðum á óbreyttum borgurum í dag sem fyrr. Munurinn er sá að aðgerðir læknissins hafa flestar væntanlega verið í samræmi við læknaeiðinn á meðan flestar aðgerðir ísraela hafa verið á skjön við Genfarsáttmálann og aðra alþjóðlega löggjöf.
Það má einnig benda á að hingað til hafa ísraelar fóðrað fréttastofur með rangfærslum og lygum, og eru ekki síður að stunda upplýsingastríð frekar en þau hryllingsverk sem framin eru í Gaza núna. Það er full ástæða til þess að treysta engu sem kemur úr þeirra smiðju.

Ég myndi frekar trúa þessum lækni en ísraelskum yfirvöldum. Mér finnst hann mun trúverðugri og markmið hans eru mannúðlegri. Það er mikill missir af þessum manni í Gaza.

Það má líka spyrja sig í þessu samhengi hvort mbl sé sá hlutlausi aðili sem æskilegt væri. Það er ekki getið um neinar heimildir í þessari frétt og orðalagið er slíkt að ekki hæfir "hlutlausum" fréttaflutningi t.d.;

" En sumir efast um að rétt sé að nota þá sem fréttamenn og sumt af því sem Gilbert segir um skort á lyfjum og fleiri gögnum virðist vera nokkrar ýkjur og jafnvel uppspuni þótt enginn dragi í efa að hörmungar fólksins séu víða skelfilegar. "

Hverjir eru þessir sumir og getur verið að það séu hinir sömu ísraelsmenn og halda því fram að enginn nauð sé í Gaza? Það finnst mér meira en líklegt, en ég veit auðvitað ekkert um það því morgunblaðið gefur mér ekkert færi á að athuga heimildir.


mbl.is Umdeildur læknir á Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband