Matarskortskreppan

Það hefur mikið borið á fregnum undanfarið tengdum síhækkandi matverði á heimsmarkaði og tiltakandi matvælaskorti í mismunandi heimshlutum. Í pakistan hefur herinn verið settur til þess að standa vörð um hrísgrjónalagera og í Taílandi hefur borið á því að hrísgrjónaakrar sé hreinsaðir að nóttu til af ræningjum. Þar er nú bannað að aka landbúnaðarvélum um vegi að nóttu til þess að stemma stigu við þessu. Verð á hrísgrjónum hefur tvöfaldast á undanförnum þremur mánuðum óg ekkert útlit fyrir að þessi þróun stöðvist. Indland hefur lokað að mestu fyrir útflutning á hrísgrjónum og ekkert er sennilegra en að sá útflutningur sé úr sögunni. Þessi geysilega verðaukning á hrísgrjónum er eflaust óþægileg fyrir flesta neytendur í heiminum, en ekki sambærileg fyrir þann hluta heimsins sem vart hefur í sig og á. Þetta fólk er nú í verulegum vandræðum með að komast yfir nóg af matvörum til þess að lifa af og staða þess mun versna á næstu mánuðum. Ef ekki verður brugðist við þessu straks og með fullri alvöru munu vafalaust ófáar milljónir manns deyja hungurdauða. Fljótlega.

Í suður ameríku hefur verð á korni og maís tvöfaldast og frá Haiti berast fréttir af óeirðum og fjöldamótmælum. Samkeppni eldsneytisframleiðenda (framleiðsla á lífrænu eldsneyti) við matvælaframleiðendur hefur rýrt hlut korn og maísframleiðslu sem fer til manneldis og þvingað heimsmarkaðsverð á þessum afurðum upp í áður óþekktar stærðir. Matarbúr heimsins, hvort sem það er korn, maís eða hrísgrjón hefur snarminnkað að undanförnu.

 

Þetta er raunveruleg kreppa og við erum sennilega bara að sjá fyrstu drög hennar.  Erfitt er að sjá fyrir hversu alvarlegt þetta mun verða en eftir því sem ég hef lesið eru ekki góðir tímar framundan og persónulega er ég að hugsa um að kaupa stóran sekk af hrísgrjónum á leiðinni heim úr vinnunni í dag.  Spurning hvort það dugi nokkuð.

Hér er athyglisverð grein um þessi mál á bloggsíðu Marínó G. Njálssonar.

 

Einnig er hér grein í mbl um þessi mál.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband