Bíddu við...

ekki lengur skuldugasta þjóð í heimi? Breyttist eitthvað annað en reikniaðferðin? Eru þetta merki um betrun á efnahag þjóðarinnar eða sniðugheit bankamannsins að reikna?
Ég ætti að láta þennann mann fara yfir fjárhaginn minn, kannski er ég moldríkur ef reiknað er rétt.
mbl.is Ekki lengur skuldugasta þjóð í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jonni

Að sjálfsögðu átta ég mig á því, en tónninn í þessu er að nú hafi skútan rétt við sér. Án þess að nokkuð hafi í raun breyst. Nema þessi pappír frá Glitni. Ekki veit ég hvaða reikniaðferð tíðkast í öðrum löndum en það hlýtur að vera mikill kostur að beita sömu aðferð og aðrir til þess að fá sem bestan samanburð.

Jonni, 11.4.2008 kl. 12:50

2 Smámynd: Johnny Bravo

ef hann er að leiðrétta þetta, þá vill hann meina að þetta hafi verið vitlaust fyrir. Er það ekki?

Spurningin felst í því að draga eignir erlendis frá.

Til að fá þetta út, verður maður að athuga.

Ríkissjóð,

Sveitafélög

Almenning

Fyrirtæki

Ef Kaupþing tekur 10000000milljónir í lán og kaupir fyrirtæki fyrir það erum við ekkert meira skuldugri er það? 

Johnny Bravo, 11.4.2008 kl. 12:56

3 Smámynd: Jonni

Það hefði ég nú haldið. Ef ég tek lán fyrir húsi hlýt ég að verða skuldugri, eða hvernig reiknar þú þetta?

Jonni, 11.4.2008 kl. 13:02

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Segjum að maður taki 10 milljón króna lán og kaupi íbúð (ódýra), þá skuldar maður 10 milljónir. Maður er 10 milljónum skuldugri, en á sama tíma "eignast" maður íbúðina þ.e. 10 milljón króna eign. Nettoeign/skuld 0 kr. eða hvað? Mikil einföldun
En þetta dæmi gengur út frá því að eignin haldi áfram að vera 10 milljón króna virði, þetta getur að sjálfsögðu hækkað eða lækkað. Þar kemur bókfærtvirði vs. markaðsvirði inn. Undanfarinn ár hefur markaðsvirði eigna aukist gífurlega, og lánamarkaðurinn verið hagstæður. Líklega er orðin breyting þar á. En þetta þýðir að markaðsvirðið getur verið allnokkru hærra en bókfært virði. Í þessu er þó fólgin allmikil óvissa eins og Greining Glitnis segir.

Bestu kveðjur,

Sveinn Atli Gunnarsson, 11.4.2008 kl. 15:24

5 Smámynd: Jonni

Takk fyrir uppfræðsluna Svatli. Engar fleiri spurningar að sinni.

Jonni, 11.4.2008 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband