Íslamfóbía er ekki trúargagnrýni

Undanfarin ár höfum við verið vitni að uggvænlegri þróun hér á vesturlöndum sem felst í sífellt harðari viðhorfum gagnvart múslimum og Íslam. Í kjölfar 911 hafa þessi viðhorf blómstrað og eitt af því sem vekur óhug minn er hvernig hægriöfgamenn og nýnasistar hafa kynnt undir þessum viðhorfum og hafa haft mikil áhrif á opinbera umræðu um þessi mál. Gagnrýni á þessi viðhorf er túlkuð sem undirlægjuháttur við hótanir og ógnir hinna "öfgafullu" múslima og þeir sem taka til máls gegn þessari herferð, eins og ég vil leyfa mér að kalla þetta, eru stimplaðir sem vitleysingar eða handbendi Íslam.Ég get ekki betur séð en að þessi þróun hafi tekið þá stefnu að gera múslimi að því sem gyðingar voru í Þýskalandi nasismans. Múslimir eru gyðingar nútímans með öðrum orðum. Biblía þessara viðhorfa er skrifuð af Bat Y’eor og heitir "Eurabia" og er svona álíka trúverðug og kenningarnar um heimsyfirráðasamsæri gyðinga (ZOG) voru fyrir stríð.

Að gagnrýna þessi viðhorf er ekki það sama og að vera laumumúslimi, manni þarf ekki einu sinni að geðjast að þessum trúarbrögðum.  Að gagnrýna herferð nasista gegn gyðingum hefur ekkert með hvort manni líkar við gyðinga eða ekki.  Það er einfaldlega spurning um hvort maður sætti sig við ofsóknir gegn einum hópi samfélagsins eða ekki.  Leikreglur samfélags okkar.  Svarið við öfgamönnum sem ráðast að okkar samfélagi og gildismati er ekki að svara í sömu mynt, því þá hefur árásarmönnunum tekist að eyðileggja þessi gildi.  Við þurfum að verja gildismat okkar með öðrum hætti en að breyta því í andstæðu þess.  Það sem er einstakt við sögu Evrópu og þróun samfélagsins hér er m.a. hvernig okkur hefur tekist, að miklu leiti, að rjúfa tengslin milli trúar og stjórnmála.  Kjarni okkar gildismats er mannkærleikur, umburðarlyndi og fyrirgefning.  Með þessi gildi að hornsteini hefur Evrópa og hinn vestræni heimur lyft sér upp úr myrkri miðalda og skipað sér forystuhlutverk í heiminum.  Köstum við þessum gildum fyrir borð í einhverju tilbúnu hræslukasti dettum við niður í þetta myrkur aftur.  Þetta er það sem öfgamenn á báðum bógum vinna fullum fetum að.

Að krefjast þess að fjöldamorð ísraelshers í Palestínu séu fordæmd er ekki það sama og að leggja blessun á hryðjuverk öfga-palestínumanna.

 Að gagnrýna stefnu BNA í miðausturlöndum er ekki það sama og að styðja trúarofstækismenn á sama svæði.

 Þetta er hins vegar rökbrella hægriöfgamanna.  "If you are not with us, you are with them."  

Það er kominn tími til þess að almenningur geri sér grein fyrir þeim áróðri sem að honum er haldið og taki afstöðu gegn þessum múgæsingum.  Það þarf að andmæla íslamfóbíunni og vekja þá einstaklinga sem halda þessu uppi frá vondum draumi.

 

Hér er ágætis vefsíða sem fylgist með öfgahægriöflum í Evrópu.  Lesið og hryllist.   

Athyglisverður og umhugsanarverður samanburður á stöðu múslima í USA og Evrópu 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Afbragds grein Jonni. Vona ad sem flestir taki ord tin til greina.

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.3.2008 kl. 13:33

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Góð færsla og ég er innilega sammála.

Georg P Sveinbjörnsson, 17.3.2008 kl. 13:55

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Góð grein.

En að mínu mati er áróðurinn kominn á það stig og islamophobian búin að prenta sig inní svo marga, að það verður alveg rosalegt verk að vinda ofan af vitleysunni.  Gæti jafnvel endað með ósköpum áður en fólk tekur sönsum.  Gæti alveg verið.

Múslima og Islam  "umræðan" (varla hægt að kalla það umræðu) sem hefur verið í gangi undanfarin ár í fjölmiðlum á V-löndum er að mínu mati einhvert hið fáránlegasta fyrirbæri sem dúkkað hefur upp í háa herrans tíð.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.3.2008 kl. 22:02

4 Smámynd: Jonni

Takk fyrir athugasemdirnar.

Þeim sem halda uppi þessum ófögnuði verður kannski ekki við bjargað, en með andmælum er kannski hægt að koma í veg fyrir að þeir nái allri alþýðu á sitt band. Hér er alið á hatri og áróðri og svarið við því er opin umræða og málefnalegar upplýsingar. Best að gera það áður en lögregluríkið verður að veruleika.

Jonni, 18.3.2008 kl. 08:55

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Veit einhver ykkar skil á þessum Skúla Skúlasyni sem stendur fyrir daglegum áróðri bæði á múslíma og Islam hér á blogginu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 18.3.2008 kl. 10:59

6 Smámynd: Jonni

Nei ég veit ekkert annað um hann en þann áróður sem hann skrifar.

Jonni, 18.3.2008 kl. 11:55

7 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Auðvitað má maður gagngrýna trúarbrögð eins og maður vil, Islamophobia er þjóðsögn.

Alexander Kristófer Gústafsson, 18.3.2008 kl. 19:53

8 Smámynd: Jonni

Blessaður Skúli, kemur þá er talað er um.

Skúli+Alexander;Mér finnst ekkert athugavert að gagnrýna trúarbrögð, og þá sérstaklega lókal trúarbrögð. Hvað hryðjuverk varðar ætla ég ekkert að fara að réttlæta þau frekar en fyrri daginn, en hafa ber í huga að hryðjuverk eru verk öfgamanna og þeir koma bæði úr röðum múslima sem annarra.

Það er alger fásinna að halda þessari samsæriskenningu á lofti um að múslimir sækist eftir heimsyfirráðum, þetta er "protocols of the elders of Zion" í nýjum búningi. Gamla nasistabrellan á ný, bara með múslimi og ekki gyðinga sem hina vondu samsærismenn. Gangið þið í brúnum skyrtum Skúli og Alexander?

Íslamfóbía er engin þjóðsögn heldur beinharður raunveruleiki í evrópu í dag.

Jonni, 18.3.2008 kl. 20:19

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það sem allir öfgamenn eiga sameiginlegt er að þeir eru svo fullir af fordómum að engin rök eða tilraunir til að nálgast efnið á fræðilegum grunni fá haggað þeim. Það er kannski ekki nema von því að fordómar eru aldrei sprottnir af vitsmunalegum forsendum heldur tilfinningalegum. Fordómar eru í eðli sínu tilfinningaleg þjónkun við ósannindi eða lygi. 

Því er engin munur á nálgun Skúla Skúlasonar við "málaflokkinn" og nálgun Osama Bin Laden. Hatursáróður nær aðeins til fáfróðra huga og biturra hjartna.

Svanur Gísli Þorkelsson, 18.3.2008 kl. 21:44

10 Smámynd: Jonni

Skúli; Þú veldur engu sjálfur og það er hallærislegt að sjá mann á þínum aldri grípa til svona neðanmálsbragða sem þú gerir. Af hverju beitir þú ekki málefnalegum rökum í þínum tilraunum til þess að sannfæra aðra um ágæti málstaðar þíns í staðinn fyrir að gera lítið úr andstæðingi þínum? Það er væntanlega vegna þess að ræðutækni þín í allri þinni framfærslu og rógburði gegn múslimum er einmitt í eðli sínu að gera lítið úr einhverjum öðrum.

Þessi skítur sem þú kastar fellur bara á sjálfan þig, því miður fyrir þig.

Þér til upplýsingar þekki ég íslamskan veruleika mun betur en þú munt nokkurn tíman gera. Þú þekkir bara þína eigin fordóma.

Jonni, 18.3.2008 kl. 22:54

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Allir þokkalega skynsamir menn sjá í gefnum þessa hatursáróðursvitleysu. 

Fólk sem bara hefur kynnt sér málin örlítið, hlær að bullinu sem langt leiddir islamophobar spúa úr sér nótt sem nýtan dag. 

Þeir eru í sjálfu sér aukaatriði í mínum huga.

Það sem eg hef áhyggjur af er stöðugt kvak fjölmiðla sem gefur þessu í rauninni flug.  Þegar sömu hlutir eru sagðir aftur og aftur með viðeigandi myndum,  þá innprentast smá saman inní huga almennings ranghugmyndir.  Mér finnst meginfjölmiðlar flestir hegða sér af algjöru ábyrgðarleysi í þessu efni.

 Mér finnst líka athyglisvert að setja þetta í stærra samhengi.  Vesturlönd undir forystu US hafa staðið í heiftúðugu árásarstríði á múslimalönd undanfarin ár.  Sprengt allt í tætlur og löndin eru í rúst eftir ofbeldisverk þeirra.

Hvað geriðst á sama tíma ? Jú, það eru settar af stað þvílíkar árásir á trúarbrögðin islam.   

Tilviljun ?  Held ekki.

Þetta er tangarsókn, þar sem fordæming á trúnni, þe. trúin máluð sem skrattinn á vegg, vondir múslimar, vond trú  o.s.frv.  er notuð til að réttlæta hryllingsverk vesturlanda.

Liggur alveg í augum uppi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.3.2008 kl. 23:00

12 Smámynd: Sigurður Árnason

Sæll Jonni.

Sjálfur þekki ég múslima og ég hef ekkert á móti þeim. Það fólk sem dæmir alla múslima út frá gjörðum annara múslima, er bara hrætt og fáfrótt. Það verður samt að viðurkennast að menning múslima er enn á 12 öld í mörgum ríkjum Íslams. Það er líka því miður að finna í kóraninum vers sem ýta svo sannarlega undir þröngsýni á önnur trúarbrögð og gera út á þau með nafni, maður finnur þetta ekki í neinu öðru trúarbragði, það sérðu vel þegar þú kynnir þér trúarbrögðin vel. Þetta er ein ástæðan fyrir því að það er erfitt að nútímavæða Íslam.

 En það er samt óhjákvæmilegt og mun gerast í framtíðinni, þótt það muni taka langan tíma. Þess vegna tel ég líka skopmyndateikningar hafi spilað vel inn í og sýnt múslimum að þeirra trúarbragð muni fá gagnrýni eins og önnur trúarbrögð og þeir þurfi að venjast því og þá mun það tímanum ekki vera svona alvarlegt fyrir þá fá þessa gagnrýni. En fordómar þrífast ég viðurkenni það alveg, en það þrífast líka fordómar hjá þeim eins og allstaðar gerist því miður.

Það sem er gert út á er það sem því miður þrífst hjá þeim eru heiðursmorð sem er algengast hjá þeim og ójafnrétti kvenna og ofbeldi sem er notað er á kvenfólk sem þeir geta réttlætt með kóraninum. Það er líka að finna ungar stelpur sem eru látnar giftast mönnum sem þeir geta réttlætt með fyrirmyndalíf spámannsins og hans orðum. Fjölkvæni eru líka réttlætt með Kóraninum, sem er augljóst óréttlæti gagnvart kvenfólki og Svo ég vitni í einn fjölkvænismann,, Ef konan mín veikist, hver á þá að sjá um mig, þarna fær maður innsýn inn í hugsunarháttinn. Þetta eru hlutir sem við sættum okkur ekki við og þess vegna þurfum við að gagnrýna þá og láta þá vita að þetta líðst ekki í okkar samfélagi og þeir múslimar sem vilja halda í þessar hefðir geta verið í sínu heimalandi. En þeir sem geta virt okkar reglur eru velkomnir:)

Kveðja Sigurður

Sigurður Árnason, 18.3.2008 kl. 23:23

13 Smámynd: Jonni

Sigurður; Þú segir; þeir verða að virða okkar reglur en við getum ekki virt þeirra. Vegna þess að okkur finnst þeirra reglur fáránlegar. Sérð þú ekki tvískinnunginn og hrokann í þessu? Ég er ekki að segja að þú eða við eigum að vera skeytingarlaus um þá hluti sem ofbýður siðferðismati okkar, heldur eingöngu að ekki sé hægt að nálgast þetta með fordæmingum.

Okkar menning er heldur ekki gallalaus og það er sjálfsblekking að halda að þróun menningar sé línulegt ferli þar sem við erum á endanum og múslimir einhverstaðar aftur í fornöld. Þar er aftur þessi sami hroki sem ég held að einkenni allann hinn vestræna heim. Við erum ekki svona frábær eins og sumir vilja halda. Það eru fleiri í þessum heimi, og þá þurfum við að virða.

Jonni, 19.3.2008 kl. 10:42

14 Smámynd: Sigurður Árnason

Sæll Jonni

Já það er satt við erum langt frá því að vera fullkominn. En eins og þú segir þá er sumt sem einfaldlega ofbýður okkar siðferðismati. Það er sumt sem við getum virt hjá þeim svo lengi að okkur ofbjóði og Það á að nota almenna skynsemi til að greina þar á milli. Svo ég taki dæmi um hvað við getum ekki virt er T.d fjölkvænið, Kvennaóréttlætið, heiðursmorð og að gifta börn undir þroska til eldri manna og að drepa fólk fyrir að skipta um trú. Svo ég minnist á sumt sem er ekki hægt að virða. En ég virði múslima sem Einstaklinga og trúarbrögð þeirra á meðan þeir nota þau ekki til að réttlæta að gera upp á milli fólks og skaða annað fólk.

Kveðja Sigurður 

Sigurður Árnason, 19.3.2008 kl. 20:15

15 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það er ótrúlegt að sjá hvernig Skúli Skúlason fer um að úðar þessu galli sínu við hvert fótspor. - Hann bregður fyrir sig hugtökum eins og "Íslamska Klerkaveldið" eins og til sé einhverskonar  stofnun sem ber slíkt heiti. Múslímar og klerkastéttir þeirra eru langt í frá að vera sameinaðir um einhverja stefnu. Sádar eru t.d. á allt öðru róli en Íranar pólitískt séð.

Hvað Heitir þessi svokallaði "Pílitíski armur Íslam"? og hvað heitir "hernaðararmurinn". Hver stjórnar þessum Jihad tækjum og hvaðan? Þessu lætur Skúli Skúlason ósvarað enda ætlun hans eins og annarra áróðursmeistara Íslamfóbíunnar að breiða út róg og dylgjur með alhæfingum sem í fyrstu sýnast málefnalegar en eru það ekki þegar þær eru skoðaðar. -

Einkenni fælni er einmitt að sjá ógn þar sem engin er, að ýkja með sjálfum sér hættuna sem að steðjar eða að ímynda sér aðrir reyni að dylja mann leyndum hættum. - Gott dæmi um fælni á háu stigi eru skrif Skúla Skúlasonar um Íslam.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.3.2008 kl. 11:08

16 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Já sæll Skúli.

Ég skil vel að þú viljir ekki eyða mörgum orðum í mig eða á gagnrýni mína á málflutningi þínum. Þá þyrftir þú að fara að færa einhver rök fyrir máli þínu og tilgreina hluti sem þú veist sjálfsagt sjálfur að eru í raun ekki til.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.3.2008 kl. 17:03

17 Smámynd: Björn Heiðdal

Svona í lokin vil ég benda Svani á að Skúli hefur ekki neina sjálfstæða skoðun á þessum málum heldur les og þýðir greinar frá erlendum nýnasista síðum sem eru gegnsýrðar af gyðingahatri og islamofóbíu. 

Björn Heiðdal, 23.3.2008 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband