Saga klósettpappírsins

Eitt af þeim atriðum sem fáir gæta að í amstri hversdagsins er notkun klósettpappírs. Notkun þessarar vöru er nú orðin svo almenn að gera má ráð fyrir því að ekki fyrirfinnist sá íslendingur sem ekki notar hana. Ennfremur er þessi notkun umlukin þögn sem erfitt er að rjúfa. Þar sem þessi pappírsnotkun tengist saurláti er ekki hægt að tala um þetta málefni án þess að fólk fyllist viðbjóði, eða fari að flissa og haldi að maður sé að grínast. Sannarlega málefni sem erfitt er að rökræða án þess að verða fyrir barðinu á fordómum og móðgunum. Þess vegna vil ég í þessari grein fara nokkrum orðum um þetta og vona að þetta geti orðið til þess að vekja fólk til umhugsunar og eftirbreytni.

Heimildir um hreinlátsaðferðir að loknum saurlátum eru frekar takmarkaðar.  Nokkuð öruggt er þó að fornmenn víðast hvar á jörð hafa ekki notað klósettpappír heldur notast við laufblöð, sand, trjágreinar og ekki síst skolun með vatni.  Þessar aðferðir eru enn við lýði víða en hafa þó þokað umtalsvert undanfarin hundrað ár með tilkomu klósettpappírssins.

 Elstu heimildir um notkun klósettpappírs eru frá árinu 589 og þá í Kína.  Kínverjar virðast fyrstir manna hafa tekið upp þann sið að sleppa vatnsskolun, sem var um alla tíð um gervalla jörð útbreiddasta aðferðin til þessarar hreinsunar.  Þetta virðist hafa breiðst um allt Kína því árið 851 getur arabískur ferðamaður þessa í annálum sínum:

"They (the Chinese) are not careful about cleanliness, and they do not wash themselves with water when they have done their necessities; but they only wipe themselves with paper."

Þess má geta að fólk í miðausturlöndum og suður-asíu notar enn hina upprunalegu aðferð og kvartar yfir því að vesturlandabúar, og aðrir sem hafa snúist til þurr-hreinsunar, lykti illa.  Gera má ráð fyrir að þegar heil samfélög breyta hreinlætisvenjum sínum verði allir meira eða minna samdauna.  Þetta leiðir hugann að því hvort lyktarskynið sé í raun menningarskilyrt að hluta til.

Elstu heimildir í evrópu um notkun pappírs við saurlát eru frá  16. öld í ritum François Rabelais, þar sem höfundur fer yfir helstu aðferðir klósetthreinsunar.  Þar segir hann m.a. um pappírsnotkun;

 "He who uses paper on his filthy bum, will always find his ballocks lined with scum"

001dq

 Það var um svipað leyti að fyrsta klósettið með frárennsli var búið til og sett á markað.  Elsti markaðsetti klósettpappírinn mun vera frá árinu 1857. Hann var auglýstur sem lyfjapappír (sjá auglýsingu til vinstri). 

Þessi siður hefur breiðst út meðal vesturlandabúa og nú er svo komið að neysla á klósettpappír er eitt af þeim vandamálum sem eru hvað alvarlegust þegar kemur að umhverfisþáttum.  Reiknað er með að samalögð pappírsneysla heimsins árið 2010 verði um 28 milljón tonn og af því er gróflega reiknað helmingurinn klósettpappír.  Þessi markaður er risastór og geta má að bara í USA er hann talinn vera um 2,5 miljarðar bandaríkjadala á ári og fer vaxandi.   Athyglisvert er að sjá að notkun klósettpappírs er mest í bandríkjunum, svo Bretlandi og Evrópu og notkunin á þessari vöru í Miðþausturlöndum er bara brot af því sem hún er á vesturlöndum.

Það er umhugsunarefni að þessi þáttur hreinlætis hafi þróast á þennan veg hjá okkur.  Við, í okkar heimshluta, höfum tekið upp aðferð sem leiðir til lélegri hreinsunar, eyðir skógum jarðar á miklum hraða og veldur mikilli mengun sem kemur af stórkostlegum vöruflutningum og síðast en ekki síst endar þetta allt í náttúrunni.  Allt þetta á meðan miðausturlandabúar segja að það sé skítalykt af okkur.   

 

 

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir, vel skrásett hjá þér.  Ég er eiginlega sammála, bæði um þröngsýni fólks og skoðanafasisma (má ekki tala um eitt og annað), og einnig að vatnsskolun er mun fullkomnari hreinsunaraðferð, að vísu vil ég þurrka blautan bossa með smá pappír á eftir, en það þarf mun minna með vatnsskolun.

Það er eins og mig minni að í sumum löndum sé boðið upp á sérstaka skol-skálir, þar sem hægt er að beina bossa og láta ljúfa lind, leika um hann neðanverðan.  Ég sakna þessa búnaðar á íslensk salerni. 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 14:45

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Skemmtileg færsla

Georg P Sveinbjörnsson, 24.2.2008 kl. 15:41

3 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Svo þurrkar maður hendur sínar að salrnisferð lokinni með pappírsþurrkum!

Ásgeir Kristinn Lárusson, 25.2.2008 kl. 12:03

4 Smámynd: Jonni

Já, þetta er nokkuð sterkur punktur hjá þér Ásgeir. Hér er potturinn víða brotinn, betra væri að nota handklæði til handþurrkunar, eins og sums staðar er boðið upp á á almenningssalernum.

Jonni, 25.2.2008 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband