Rótfylling

Ég var einmitt að koma frá tannlækninum þar sem ég fékk rótfyllingu. Ég verð nú að segja að ég hef ekki verið mikill stuðningsmaður rótfyllinga hingað til en þetta snarbreyttist í dag. Þessi rótfylling var snarleg og örugg bót á lífsskilyrðum mínum. Ég er allur annar maður. Ef ég hefði vitað þetta fyrr hefði ég gert þetta í miklu ríkari mæli, en batnandi manni er best að lifa. Ég get mælt með rótfyllingum. Vonandi get ég farið bráðum aftur og fengið nýja rótfyllingu. Tannlæknirinn minn er góður maður sem vill öðrum vel og lengi lifi hann.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi rótfylling er ekki ósvipuð þræðinum hans Altise, sem þú benntir mér á í þræðinum mínum um bólusetningar :-)

Það er margt gott hjá honum, svo sem andstyggð á nató og stríði á balkanskaga, en ég get bara ekki tekið þátt í umræðu þar sem frumskilyrðin eru öll röng... múhammeðstrú og kristin trú eru gefnar til okkar af sama hyskinu, ásamt búdda og öllum hinum.  þetta er gert til að við getum hatast hvert í annað, í stað þess að hata þrælahaldarana, elítuna.

þá aftur að rótarfyllingunni, hún er fín til að fixa skammtímavandamál, en þú ættir í framhaldinu að finna tannlækni sem er meðvitaður um eiturefni í tannlækningum, enda fullt af vísbendingum um allskyns eitrun frá amalgam, rótfyllingum ofl.  

ef þú finnur slíkann lækni, láttu mig vita, ég óttast að ég verði að fara til svíþjóðar til að láta taka síðustu kvikasilfursfyllinguna og athuga með rótfyllingar og þess háttar. 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 10:55

2 Smámynd: Jonni

Eiturefni segir þú. Ég þori nú bara eiginlega ekki að hugsa um hvers konar eiturefnavopnabúr ég er með í kjaftinum, en hef þó undanfarin 15 ár látið fjarlægja NÆSTUM því allt amalgam. Allt hitt verður bara að vera þar og svo man ég bara eftir þessu atriði í næsta lífi. Aðalatriðið núna er að þessi ansk tannpína er á bak og burt.

Svona tannlæknir sem þú ert að hugsa um finnur þú einmitt í Svíþjóð og það er ekkert smá mál að fjarlægja amalgam með "réttum" hætti. Kostar stórfé þar að auki.

Það verður ALDREI lögð of mikil áhersla á mikilvægi tannburstunar og sé ég þetta í ljósi uppeldis. Þú minntist á þetta einhverstaðar annarstaðar í sambandi við flúor að það væri algjör vibbi og frekar ætti maður að nota flúorlaust tannkrem en það er bara svo gott bragð af þessu flúori, ég er alveg húkkaður.

Leiðinlegt að þú getir ekki tekið þátt í umræðunum hjá Lofti því það er ansi gaman. Loftur er mikill heiðursmaður sem er annt um sögulega atburði og söngvakeppnina.

Jonni, 20.2.2008 kl. 11:24

3 identicon

Já, ég efast ekki um það að hann sé vandaður maður og heiðarlegur, sá t.d. fína færslu hjá honum um global warming og ástralska skólastúlku sem grillaði Al Gorp.

Ég er hálfnaður með íslamistabókina (sem er ábyggilega í bókasafni Lofts) og eins og ég segi, ég vil ekki blanda mér í þetta, ég er sammála helmingnum (og kanski jafnvel meira), en þegar niðurstaðan er sú að leysa þetta með hatri og drápum á öðrum hópi almennings, þá verð ég að segja pass :-)

Gullvagninn (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 14:07

4 Smámynd: Jonni

Ég er nú ekki sammála neinu sem hann segir en það er nú samt gaman að tala við hann og kannski er þetta þannig að skemmtilegast er að ræða við þá sem eru manni algjörlega ósammála. Ef þú ert að lesa þetta Loftur þá vona ég að þú skiljir og fyrirgefir mér að ég skuli vera sauður í úlfsgæru á þinni síðu. Það er hlýtur að vera betra en að ég helli yfir þig skömmunum, því það fór ekki vel í þig hérna um daginn.

Jonni, 20.2.2008 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband