Mafíuríkið Ísland

Eftir því sem maður fær meira að vita um hvernig stjórnsýslu þessa lands er/hefur verið háttað birtist manni æ skýrar mafíustíllinn á þessu.  Eini munurinn er, sem betur fer, er að menn eru ekki bókstaflega drepnir þegar á að ryðja þeim úr vegi.  En annars er allt á þessa bókina fært.  Leynifundir, kunningjar, símtöl og annað baktjaldamakk er frekar reglan en undantekningin þegar stjórna á þessu landi. 

Það er vonandi að þessi skýrsla leiði þjóðina og þá sem sitja við stjórnvölinn í ljós um hversu knýjandi þörfin er að breyta þessum mafíuklúbbi í alvöru ríki með tilheyrandi stofnunum sem treystandi er á.

Ég vona að Alþingi bregðist snarlega við og samþykki setningu landsdóms og tilnefndir aðilar dregnir fyrir dóm eins fljótt og auðið er.  Það þarf að loka þessu máli með dómum.


mbl.is Nei nei, ekkert að gerast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Talað úr mínu hjarta

Finnur Bárðarson, 12.4.2010 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband